English

 • söngvakeppniÍ dag hefur verið mikil spenna fyrir söngvakeppninni sem verður haldin á morgun. Hver ætli beri sigur úr býtum og fari alla leið til Kiev í Úkraínu í Eurovision.

  Börnin tóku þátt í könnun í dag um hvaða lag þau vildu að kæmist áfram. Niðurstöður eru komnar i hús - Hildur með lagið Babarabarabam

  IMG 1643

 • Leikskólinn lokar í fjórar vikur í sumar frá miðvikudeginum 12. júlí til miðvikudagsins 9. ágúst. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 10. ágúst.

 • Þorri 2Föstudaginn 20. janúar hefst þorri. Að því tilefni viljum við bjóða í Bóndakaffi þar sem pabbar, afar og frændur eru sérstaklega velkomnir að þiggja hjá okkur ristað brauð og kaffi milli kl 8.15-9.00.

  Í hádeginu er svo þorrablót með tilheyrandi mat og söng. Starfsfólk hefur komið með marga fallega gamla hluti til að sýna börnunum og einhverjir verða í þjóðbúningum. Gaman væri ef börnin væru þjóðlega klædd t.d. í lopapeysum og leistum.

 • 16des 3Þessa daga milli jóla og nýárs höfum við notið fámennisins og leikið okkur alls staðar í húsinu. Við höfum dansað og leikið í salnum, farið í holukubba og upplifað að leika á nýjum deildum.

  Í dag var dásamlegt vetrarveður og fórum við út að leika eftir hádegi.

  Gleðilegt nýtt ár.

   

  Nánar

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur