English

 • merki ReynisholtsUmsóknarfrestur fyrir stöðu leikskólastjóra í Reynisholti rann út þann 26. júní sl. og var einn umsækjandi um stöðuna, Aðalheiður Stefánsdóttir.

 • P1090141Sumarið leikur aldeilis við okkur. Í dag 22. júní fóru öll elstu börnin í Nauthólsvík,börnin á Sunnulundi fóru í gönguferð og skemmtu sér á leikvellinum og börnin á Geislalundi heimsóttu Dalskóla og tóku með sér nesti. Börnin á Bjartalundi nutu þess að fá garðinn út af fyrir sig í góða veðrinu.

   

   

   

  IMG 0814Greinilegt var að allir ætluðu að fylgjast með fótboltanum og senda stuðningsstrauma til Frakklands því að börnin fóru að tínast heim rétt fyrir leik. Mikil gleði ríkti meðal barna og starfsmanna og þetta hefur sannarlega haft áhrif því við unnum 2-1 :) ÁFRAM ÍSLAND

 • P1070822 SmallÍ dag 21.júní vorum við með afmælis-vinastund fyrir börn fædd í júní og júlí. Við fengum góða gesti til okkar í vinastundina, Ventus Brass sem er málmblásturskvintett sem starfar á vegum Hins Hússins.

  Þau spiluðu fyrir okkur nokkur lög og sögðu okkur frá hljóðfærunum. Þau voru með túbu, trompet, básúnu og horn.

   

  Við fengum frábæra fræðslu á því hvernig málmblásturshljóðfæri virka og notuðu þau garðslöngu og trekt til að búa til hljóðfæri.

  P1070817Börnin sátu dolfallin að horfa og hlusta á tónlistina og ekki ólíklegt að áhugi á tónlistarnámi hafi kviknað í einhverjum hjörtum.

 • IMG 0745 SmallVá hvað Reynislundur er orðinn flottur eftir frábæra þátttöku í vor-vinnukvöldi í gær. Það er frábært að svo margir foreldrar og starfsmenn tóku þátt og nú er bara að njóta lundarins í sumar.

   

  Í dag 16.júní var sumarhátíð hjá okkur. Við gengum í kringum Reynisvatn, sungum lög, tókum nokkrar jógaæfingar og klifruðum í trjám. Flottir og hraustir krakkar í Reynisholti.

  IMG 0791 SmallÞegar heim var komið fórum við í leiki, tjölduðum í Reynislundi, teiknuðum listaverk með krítum og sápukúlur flugu um loftin.

  Síðast en ekki síst kom Sirkus Ísland og sýndi okkur listir sínar og fengu þau hjálp frá Herdísi Lóu í einu atriðinu. Við fengum að sjá fullt af loftfimleikum og börn og starfsmenn skemmtu sér konunglega.

  Punkturinn yfir i-ið var svo ís í hressingunni sem börnin voru búin að bíða þolinmóð eftir í allan dag.

  Gleðilegan þjóðhátíðardag á morgun

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur