Gaman að leika saman

jan18 6Veðrið hefur verið risjótt á nýju ári og mikil hálka í garðinum. Það hafa því komið dagar sem við höfum öll verið inni.

Þá kemur í ljós hversu flottur starfsmannahópurinn er í skipulagningu og samvinnu og hafa þessir dagar heppnast vel. 

Á myndasíðunni má sjá fleiri myndir frá því nú í janúar.

 

Lesa >>


Jólakveðja

jol

Kæru foreldrar

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og megi nýtt ár færa ykkur gleði og frið.

Hlökkum til að eiga með ykkur gott samstarf á nýju ári.

 Með jólakveðju,

F.h. Reynisholts, Heiða og Sólveig

Lesa >>


Jólatrésskemmtun

jolasveinnogsnjokÁ morgun 13. desember er jólahátíð hjá okkur. Þá ætlum við að dansa í kringum jólatréð og borða góðan jólamat.

pdfJólatrésskemmtun_í_Marteinslundi_2017-for.pdf

Lesa >>


Desemberdagskrá

jola smallMeginmarkmið okkar í desember er að skapa rólegt en hátíðlegt andrúmsloft með börnunum. Þeim verður boðið að gera jólaföndur eftir því sem áhugi og geta leyfa og jólalögin munu einkenna söngstundirnar eins og jafnan á þessum árstíma.

 pdfHér má sjá dagskrá desembermánaðar. Einnig eru deildirnar með sín dagatöl.

Lesa >>


Afmælishátíð

gullbraÞann 30. nóvember s.l. voru 12 ár frá formlegri opnun Reynisholts og héldum við því afmælishátíð í tilefni dagsins. Við sungum fyrir afmælisbörn nóvember og fyrir leikskólann í vinastund. Síðan var stórglæsileg leiksýning í boði starfsmanna, Gullbrá og birnirnir þrír.

Í síðdegishressingu var svo gómsæt súkkulaðikaka.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun