Gaman saman

febÞað var ýmislegt brallað inni á miðvikudaginn þar sem við gátum ekki farið út vegna veðurs og mikils vatns í garðinum.

Í dag fimmtudag léku veðurguðirnir við okkur og börnin skemmtu sér úti í nýföllnum snjónum

Lesa >>


Nú er úti veður vont

Nú er búið að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæði upp í appelsínugult fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar.

Hér er tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Höfuðborgarsvæðið.

Suðaustan illviðri (Appelsínugult ástand)

21 feb. kl. 07:00 – 11:00

Gengur í suðaustan 20-28 m/s, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning. Gæti orðið blint og foktjón er líklegt. Líkur eru að samgöngur innan borgarmarkana fari úr skorðum á meðan veðrið gengur yfir.

 

Tilkynning 1. 

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

Fyrir okkur í leikskólanum þýðir þetta að það er mjög þungfært í fyrramálið og starfsmenn geta tafist við að koma til vinnu ásamt því að þungfært verður á bílastæði. Leikskólinn er opinn.

Fylgist með í tölvupósti, facebook síðu og á heimasíðunni ef einhverjar breytingar verða.

Með kveðju

Heiða, leikskólastjóri

Lesa >>


Öskudagsball

Við höldum gríðarlega, frábærlega, æðislega skemmtilegt dansiball á öskudaginn þann 14. febrúar.

Því væri gaman ef börnin mættu í náttfötum, búningum eða öðrum furðufatnaði.

 Eftir hádegi er svo útivera og því er gott að börnin séu í t.d. sokkabuxum því enn er kalt úti.

  

Dagskrá:

9.00  Andlitsmálun í Listalundi

 10.15 Kötturinn sleginn úr tunnunni og börnin fá íspinna.

 10.30 Dansiball  

 11.00 Leikur á deildum

 12.00 Hádegisverður

 12.30 DVD í sal fyrir þau sem ekki sofna

 Eftir hádegi: Útivera

 

Lesa >>


Sumarlokun

Sumarlokun var ákveðin í samráði við foreldraráð og starfsmenn í fjórar vikur frá 11.júlí - 8. ágúst. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

Lesa >>


Gaman að leika saman

jan18 6Veðrið hefur verið risjótt á nýju ári og mikil hálka í garðinum. Það hafa því komið dagar sem við höfum öll verið inni.

Þá kemur í ljós hversu flottur starfsmannahópurinn er í skipulagningu og samvinnu og hafa þessir dagar heppnast vel. 

Á myndasíðunni má sjá fleiri myndir frá því nú í janúar.

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun