English

 • bókaormur2 Smallbókaormur3 Small

  Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl verðum við í sérlegu lestrarstuði á morgun 1. apríl.

   

  Á Bjartalundi og Geislalundi eru börnin hvött til að koma með bók á morgun og verður lesið fyrir börnin í hverju skúmaskoti allan liðlangan daginn.

  Á Sunnulundi  lásu börnin uppáhaldsbókina sína heima og koma svo með hana í leikskólann þar sem þau kynna hana fyrir börnunum á deildinni. Einnig útbúa þau bókamerki sem þau taka svo með sér heim.

  Á Stjörnulundi  biðjum við börnin að koma með sína uppáhaldsbók og munum við skoða, lesa og ræða um bækurnar sem börnin koma með. Einnig hvetjum við þau til að lesa fyrir hvort annað,  búa til sínar eigin bækur og að finna sér sérkennilega staði til að lesa á.

  Bókaormarnir á Geislalundi og Sunnulundi hafa líka stækkað töluvert þennan mánuð sem þeir hafa hangið uppi og munu þeir vonandi vaxa enn meira fram á vorið.

 • Sólmyrkvi 20.marsÞann 20. mars var deildarmyrkvi á Íslandi og fengu börnin fræðslu um sólmyrkva á öllum deildum. Klukkan rúmlega 9 var samverustund á öllum deildum þar sem við skoðuðum efni á stjornufraedi.is og fylgdumst með sólmyrkvanum í beinni útsendingu á mbl.is. Þetta var dásamleg stund og voru börnin mjög áhugasöm. Við vorum svo heppin að fá fjögur gleraugu gefins frá Stjörnufræðifélagi Seltjarnarness og fórum við með börnin af Geislalundi, Sunnulundi og Stjörnulundi í litlum hópum fram í sal þar sem vel sást til sólmyrkvans. Starfsfólkið var ekki síður áhugasamt og nutu þess að sjá tunglið fara fyrir sólu með börnunum.

 • Reynisholt PreschoolLeikskólinn verður lokaður frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með miðvikudagsins 6. ágúst.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur