English

  • Sólmyrkvi 20.marsÞann 20. mars var deildarmyrkvi á Íslandi og fengu börnin fræðslu um sólmyrkva á öllum deildum. Klukkan rúmlega 9 var samverustund á öllum deildum þar sem við skoðuðum efni á stjornufraedi.is og fylgdumst með sólmyrkvanum í beinni útsendingu á mbl.is. Þetta var dásamleg stund og voru börnin mjög áhugasöm. Við vorum svo heppin að fá fjögur gleraugu gefins frá Stjörnufræðifélagi Seltjarnarness og fórum við með börnin af Geislalundi, Sunnulundi og Stjörnulundi í litlum hópum fram í sal þar sem vel sást til sólmyrkvans. Starfsfólkið var ekki síður áhugasamt og nutu þess að sjá tunglið fara fyrir sólu með börnunum.

  • Reynisholt PreschoolLeikskólinn verður lokaður frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með miðvikudagsins 6. ágúst.

  • fiskarÍ dag 24. febrúar var Fiskidagurinn mikli.

    Helgi Sjómaður kom í heimsókn og fræddi börnin um fiskana. Hann sagði þeim hvað þeir borða, hvar þeir lifa í sjónum og sýndi þeim margar tegundir. Þar má nefna ýsu, þorsk, ufsa, geirnit, skötusel, tindabikkju, karfa, rauðsprettu, gíslaháf og búra. Börnin fengu svo að handfjatla þá og þeir huguðustu komu við marga fiska eða héldu á þeim.

    Eftir að við vorum búin að njóta fiskana fór Helgi með þá til vina okkar í Sæmundarskóla og fengu börnin þar að fræðast um þá líka.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur