English

 • P1070868Í dag opnuðum við aftur eftir sumarleyfi og bjóðum við alla velkomna í leikskólann. Á næstu vikum verður aðlögun nýrra barna og á milli deilda.

  Í dag hóf nýr starfsmaður störf, Ólöf og mun hún vera á Bjartalundi í vetur. Á mánudaginn byrjar nýr starfsmaður á Sunnulundi, Heiðrún. Við bjóðum þær velkomnar í starfsmannahópinn.

 • Leikskólinn lokaði vegna sumarleyfa 8.júlí og opnar aftur 6. ágúst.

  Við óskum öllum foreldrum og börnum góðs sumarleyfis og vonum að allir njóti þess að eiga saman gott frí.

  Þeim börnum sem eru að hefja grunnskólagöngu og koma ekki aftur eftir sumarfrí viljum við þakka ánægjulegar og gefandi stundir í Reynisholti og óskum ykkur börn og foreldrar alls þess besta í framtíðinni.

 • Sumar1Nú í júní höfum við notið þess að sumarið er loks komið með yndislegu veðri og skemmtilegum uppákomum. Við höfum notið umhverfisins, farið í gönguferðir í nágrenni leikskólans og haldið tvær sumarhátíðir. Leikhópurinn Lotta kom í síðustu viku, allir fóru að sjá brúðubílinn á þriðjudaginn og í dag gengum við í kringum Reynisvatn. Við vorum svo með pylsupartý í garðinum í hádeginu og fengum ís í eftirrétt. Eftir að hafa hvílt okkur aðeins í kyrrðarstund fórum við svo út í góða veðrið þar sem boðið var upp á krítar, sápukúlur, smíðadót og að sjálfsögðu að fara í Reynislund.

 • vinnukvöldÍ gærkveldi var vinnukvöld í Reynislundi og mættu foreldrar, starfsmenn og börn að huga að vorverkum.

  Frábær mæting var og því unnust verkin vel og náðist að klára þau verk sem lágu fyrir og er nú Reynislundur skínandi falleg perla í hverfinu okkar.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur