English

 • fjölskyldaDagana 28. september - 9. október unnum við með fjölskylduþema. Því viljum við bjóða foreldrum að þiggja með okkur morgunkaffi á miðvikudaginn 7. október milli 8:15-9:15.

 • JaniÞað var mikil hátíð í Reynisholti föstudaginn 11. september. Leikskólinn er Sólblómaleiksskóli og styrkir stúlku sem á heima í Indlandi. Hún heitir Jani og var 5 ára 12. september.

  Við héldum upp á afmælið hennar með því að skreyta leikskólann, dansa inni í sal, syngja afmælisönginn og borða ís. Meira um Sólblómaleiksskóla má finna á hér

  http://www.sos.is/sos-a-islandi/solblomaleikskolar/um-sos-solblomaleikskola/

   

 • P1070868Í dag opnuðum við aftur eftir sumarleyfi og bjóðum við alla velkomna í leikskólann. Á næstu vikum verður aðlögun nýrra barna og á milli deilda.

  Í dag hóf nýr starfsmaður störf, Ólöf og mun hún vera á Bjartalundi í vetur. Á mánudaginn byrjar nýr starfsmaður á Sunnulundi, Heiðrún. Við bjóðum þær velkomnar í starfsmannahópinn.

 • Leikskólinn lokaði vegna sumarleyfa 8.júlí og opnar aftur 6. ágúst.

  Við óskum öllum foreldrum og börnum góðs sumarleyfis og vonum að allir njóti þess að eiga saman gott frí.

  Þeim börnum sem eru að hefja grunnskólagöngu og koma ekki aftur eftir sumarfrí viljum við þakka ánægjulegar og gefandi stundir í Reynisholti og óskum ykkur börn og foreldrar alls þess besta í framtíðinni.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur