Leirkarlar úr Reynislundi

Leirkarlar SmallÞessir skemmtilegu leirkarlar urðu til í Reynislundi einn dásemdar daginn.

Þeir spruttu upp úr efniviðnum sem við fundum þar og fengu líf með ímyndunarafli barnanna.

leirkarlar2 Small

Lesa >>


Sumarhátíð

fániÁ morgun föstudag er sumarhátíð barnanna 🌷 Við ætlum að fara í skrúðgöngu um hverfið fyrir hádegi og gæða okkur á pylsum í hádeginu. Við skemmtum okkur svo í ýmsum leikjum í garðinum og kl 13.30 fáum við sýninguna Karíus og Baktus í boði foreldrafélagsins 🌼 Hæ hó jibbíjei - Áfram Ísland

Lesa >>


Skemmtilegir tímar framundan

sumarhátíðMaímánuður er annasamur í leikskólastarfinu. Á föstudaginn 11. maí er skipulagsdagur og fara starfsmenn í námsferð á Akranes auk þess sem við vinnum að endurmati á verkefnum vetar.

Elstu börnin okkar útskrifast þann 23. maí en þau fara í útskriftarferð í næstu viku, 15. maí í Gufunesbæ.

Síðast en ekki síst er svo sveitaferðin okkar árlega. Þetta árið förum við á Bjarteyjarsand og hvetjum við foreldra til að koma með og upplifa sveitina með börnum sínum. Skrángarblöð eru í fataherbergjum.

Sumarlokun verður frá og með miðvikudeginum 11. júlí og við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

 

Lesa >>


Opið hús

málaFöstudaginn 27. apríl bjóðum við alla velkomna á opið hús milli 15.00-16.30. 

Sett verða upp sýnishorn af vinnu barnanna auk þess sem þau munu syngja fyrir gesti sína.

Meistarar taka á móti gestum með söng kl 15.15 í Marteinslundi (sal), næst syngja Snillingar í Marteinslundi, svo syngja börnin á Geislalundi inni á deild og að lokum synga börnin á Bjartalundi inni á deild.

Verið velkomin

Lesa >>


Alþjóðadagur barnabókarinnar

hc andersenÞann 2. apríl ár hvert er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en það er einmitt afmælisdagur H.C. Andersen. 

Miðvikudaginn 4. apríl héldum við upp á þann dag með því að börnin komu með bók í leikskólann. Við lásum þær í öllum krókum og kimum yfir daginn.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun