English

  • 201408Þessa dagana eru börn og starfsmenn að koma til baka eftir sumarleyfi. Stór hópur af börnum kvöddu okkur fyrir sumarleyfi og eru flest að hefja grunnskólagöngu í lok vikunnar. Því eru mörg börn að hefja aðlögun hjá okkur nú í haust og mun hún standa yfir fram í september. Einkennast því næstu vikur af því að kynnast nýjum börnum, foreldrum og starfsmönnum.

    Við bjóðum alla velkomna í leikskólann.

  • sumar14Leikskólinn lokaði vegna sumarleyfa 9.júlí og opnar aftur 7. ágúst.

    Við óskum öllum foreldrum og börnum góðs sumarleyfis og vonum að allir njóti þess að eiga saman gott frí.

    Þeim börnum sem eru að hefja grunnskólagöngu og koma ekki aftur eftir sumarfrí viljum við þakka ánægjulegar og gefandi stundir í Reynisholti og óskum ykkur börn og foreldrar alls þess besta í framtíðinni.


  • utikaffiÍ dag nutum við veðurblíðunnar og vorum mikið úti í góða veðrinu. Við drukkum úti og lékum okkur í lundinum.

  • sumarÁ morgun föstudag verður sumaháíð í Reynisholti. Við munum skemmta okkur í nágrenni Reynisholts og í garðinum. Sjá meira

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur