English

  • frétt útskriftÞann 25. maí var hátíðisdagur hjá okkur er við útskrifuðum 29 börn frá Reynisholti.

    Athöfnin fór fram í sal Sæmundarskóla og þar sem börnin sungu, fóru með þulu og eitt barn spilaði á piano.

    Að lokum var veisla í Reynisholti þar sem foreldrar fylltu veisluborðið af kræsingum.

  • labbað í leikskólannÞessa viku17.- 20. maí hvetjum við alla til að labba í leikskólann, í það minnsta einu sinni. Fyrir framan deildir eru blöð þar sem þið getið svo skrifað hvað það var sem ykkur þótti spennandi eða áhugavert á leiðinni.

  • sumar(1)Leikskólinn lokar í fjórar vikur í sumar frá og með miðvikudeginum 6. júlí til og með miðvikudagsins 3. ágúst. Við opnum aftur fimmtudaginn 4.ágúst.

  • kökurÁ morgun föstudaginn 29. apríl er opið hús í Reynisholti. Við bjóðum gesti velkomna milli 15.00-16.30.

    Börnin bjóða upp á hafrakökur sem þau bökuðu í dag og munu syngja fyrir gesti.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur