Bóndakaffi - bóndadagur
Þorri hefst 25. janúar og því viljum við bjóða feðrum, öfum og frændum að þiggja morgunkaffi milli 8.15-9.00.
Hefðbundinn þorramatur verður í hádeginu og fá börnin kynningu á ýmsum gömlum munum.
Gaman er að mæta í þjóðlegum fötum t.d. lopapeysum og leistum.
Jólakveðja
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir farsælt samstarf á því sem nú senn er að líða.
Megið þið njóta samveru með börnunum og fjölskyldu um hátíðarnar.
Jólaleikrit
Í dag fengum við að sjá jólaleikritið Grýla og jólasveinarnir.
Eftir hádegi fórum við svo út að leika í svaka jólaskapi