Skipulagdagur 15. september

fundur(1)

Á morgun 15. september er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags.

Starfsfólk skipuleggur verkefni vetrarins, skiptir í hópa og undirbýr foreldrafundinn sem er 27. september.

Lesa >>


Afmælishátíð Janí

janí SmallÞann 12. september sl átti Jani Kumari vinkona okkar á Indlandi afmæli. Af því tilefni var haldin afmælisveisla í Reynisholti. Við skreyttum salinn og héldum vinastund og dansiball. Við sömdum handa henni bréf sem við ætlum að senda henni ásamt myndum og blöðrum. Við söfnuðum einnig pening handa henni í afmælisgjöf og þökkum innilega fyrir þann stuðning. Baukarnir verða á deildunum út mánudaginn og verður gaman að sjá hversu mikið safnast

Lesa >>


Velkomin í Reynisholt

photo 1 Small

Í dag hófst aðlögun nýrra barna og á milli deilda og verður alögun lokið í byrjun september. Alls byrja hjá okkur 27 ný börn og hlökkum við til að eignast nýja vini. 

Einnig eru sex nýjir starfsmenn að byrja hjá okkur nú í haust. Íris og Fjóla á Geislalundi, Rakel Ýr og Dagmar á Bjartalundi, Linda Rós á Sunnulundi og Sólrún Ýr á Stjörnulundi. 

Þá munu Brynja, Kristján, Áróra, Heiðrún, Guðrún og Guðmundur hætta hjá okkur í haust en öll eru þau á leiðinni í frekara nám. Við kveðjum þau með söknuði og óskum þeim góðs gengis. 

Skóladagatalið og starfsáætlunin eru komin á heimasíðuna. 

Lesa >>Úti-vinastund

Úti-vinastund

Í dag var afmæliskaffi fyrir júní og júlí börnin. Magnea og Aga bökuðu kanelsnúða fyrir okkur. Nammi namm.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun