English

 • 16des 3Þessa daga milli jóla og nýárs höfum við notið fámennisins og leikið okkur alls staðar í húsinu. Við höfum dansað og leikið í salnum, farið í holukubba og upplifað að leika á nýjum deildum.

  Í dag var dásamlegt vetrarveður og fórum við út að leika eftir hádegi.

  Gleðilegt nýtt ár.

   

  Nánar
 • jolatreOkkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og megi nýtt ár færa ykkur gleði og frið.


  Hlökkum til að eiga með ykkur gott samstarf á nýju ári.

 • IMG 3106Í vinastund á mánudaginn síðastliðinn var leiksýningin Gullbrá og birnirnir þrír. Birnina léku Adda, Óla og Heiða en Gullbrá sjálfa lék Kristján. Börnin skemmtu sér virkilega vel og fannst sérlega fyndið að sjá okkur kennarana í þessum hlutverkum. Mikil umræða spratt fram meðal eldri barnanna hvernig Kristján gæti leikið stelpu og hvernig Heiða gæti leikið pabba. Svona eru nú töfrar leikhússins. Við kveiktum svo á síðasta kertinu á aðventukransinum og sungum jólalög.

  IMG 3116Þessir dagar fram að jólum hafa verið dásamlegir og ekki skemmir fyrir að fá loksins snjóinn, dásamlega jólasnjóinn.

 • StekkjastaurpdfDesembermánuður_2016.pdf  Hér getið þið séð dagskrá desembermánaðar.

  Á sunnudaginn kíkir svo hann Stekkjastaur til byggða og mun án efa heimsækja mörg barnanna í Reynisholti enda þau ljúf og góð.

  Það er þó alltaf þannig í stórum hópi barna að þau bera sig saman og þá kemur í ljós að gjafirnar sem sveinarnir koma með eru æði mismunandi. Þess vegna eru það tilmæli til ykkar kæru foreldra að börnin geymi glaðningana frá jólasveinunum heima og njóti þeirra þar.

  Við munum svo vinna út frá vísum Jóhannesar úr Kötlum um þá sveina og gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem tengist þeim.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur