English

 • fiskarÍ dag 24. febrúar var Fiskidagurinn mikli.

  Helgi Sjómaður kom í heimsókn og fræddi börnin um fiskana. Hann sagði þeim hvað þeir borða, hvar þeir lifa í sjónum og sýndi þeim margar tegundir. Þar má nefna ýsu, þorsk, ufsa, geirnit, skötusel, tindabikkju, karfa, rauðsprettu, gíslaháf og búra. Börnin fengu svo að handfjatla þá og þeir huguðustu komu við marga fiska eða héldu á þeim.

  Eftir að við vorum búin að njóta fiskana fór Helgi með þá til vina okkar í Sæmundarskóla og fengu börnin þar að fræðast um þá líka.

 • smafuglarBörnin í Reynisholti hafa verið dugleg að hugsa um smáfuglana í vetur og hafa gefið þeim reglulega að borða bæði út í Reynislund og fyrir framan Listalund. Þau hafa bæði gefið þeim ávaxtaafganga sem og tilbúið fóður. Börnin á Stjörnulundi taka þátt í verkefninu "Hverfisfuglinn" og bjuggu til, með aðstoð frá foreldri, ýmisskonar fóðurbretti sem þau eru dugleg að bæta fóðri á. Það er gaman að sjá að fuglunum hefur fjölgað hjá okkur og börnin njóta þess að fylgjast með þeim og fræðast um þá

 • coffee2Á morgun miðvikudaginn 11. febrúar viljum við bjóða foreldrum að þiggja með okkur morgukaffi og ristað brauð milli kl 8:15-9:00.

 • Vistfræðileg fótspor 2Miðvikudaginn 4 febrúar fóru Heiða, Þórey og Ala til Daugavpils í Lettlandi í Comeniusarheimsókn. Verkefnið sem við höfum unnið fyrir þessa heimsókn er umræða um vistfræðileg fótspor. Hópur barna af Stjörnulundi hefur unnið vekrefni tengt því og hægt er að sjá það fyrir framan Stjörnulund. 

  Einnig eru eldri kynningar komnar inn á heimasíðuna. Þær er hægt að nálgast undir Comenius.

  Sjónvarpsstöðin í Daugavpils vann frétt um heimsóknina og er hægt að sjá hana hér.  Viðtal var tekið við Ölu okkar, en hún ræddi m.a. um hvað við á Íslandi stöndum framalega í flokkun og endurvinnslu. 

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur