English

 • utskriftarferdÍ gær fór elsti árgangurinn í útskriftarferð og var yndislegt að ganga með þeim á Úlfarsfell.  Það skiptust á skin og skúrir, rok, slydda og smá snjókoma en þessar hetjur létu það ekki á sig fá og sungu um sólina. Þegar komið var niður á áningarstað beið Heiða með heitt kakó, volg skinkuhorn, snúða og ávaxtaspjót sem runnu ljúflega niður svanga muna. Börnin voru svo sannarlega með sól í hjarta og bros á vörum í ferðinni.

 • lundurinnÍ morgun 29. maí fór hópur af börnum af Stjörnulundi með bréf til barnanna í Sæmundarskóla.

  Í bréfinu eru þau beðin að aðstoða okkur við að passa upp á Reynislund sérstaklega þegar þau eru að leika í lundinum eftir að leikskólinn lokar.

  Við fengum frábærar mótttökur frá vinum okkar í Sæmundarskóla og vitum að þau hjálpa okkur að passa upp á Lundinn.

  Hér er hægt að lesa bréfið

 • Fimmtudaginn 30. apríl kl 15:00 -16:30 verður opið hús í Reynisholti. Við bjóðum foreldra, systkini, ömmur og afa hjartanlega velkomin.

  Sett verða upp sýnishorn af vinnu barnanna auk þess sem þau syngja fyrir gesti sína. Börnin á Stjörnulundi taka á móti gestum í Marteinslundi (sal) og í kjölfarið syngja börnin inni á sinni deild - Bjartilundur, Geislalundur, Sunnulundur.

 • bókaormur2 Smallbókaormur3 Small

  Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C Andersens 2. apríl verðum við í sérlegu lestrarstuði á morgun 1. apríl.

   

  Á Bjartalundi og Geislalundi eru börnin hvött til að koma með bók á morgun og verður lesið fyrir börnin í hverju skúmaskoti allan liðlangan daginn.

  Á Sunnulundi  lásu börnin uppáhaldsbókina sína heima og koma svo með hana í leikskólann þar sem þau kynna hana fyrir börnunum á deildinni. Einnig útbúa þau bókamerki sem þau taka svo með sér heim.

  Á Stjörnulundi  biðjum við börnin að koma með sína uppáhaldsbók og munum við skoða, lesa og ræða um bækurnar sem börnin koma með. Einnig hvetjum við þau til að lesa fyrir hvort annað,  búa til sínar eigin bækur og að finna sér sérkennilega staði til að lesa á.

  Bókaormarnir á Geislalundi og Sunnulundi hafa líka stækkað töluvert þennan mánuð sem þeir hafa hangið uppi og munu þeir vonandi vaxa enn meira fram á vorið.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur