English

 • 10th-birthday-cakeÍ dag 30. nóvember eru 10 ár liðin frá formlegri opnun leikskólans Reynisholts. Af því tilefni höldum við afmælisveislu í leikskólanum og bjóðum gestum til okkar milli 8.15-9.45. Það er svo gaman að líta yfir það liðna og sjá það öfluga starf sem unnið hefur verið í Reynisholti og hvað við höfum mikið að þakka fyrir. Við hvetjum alla til að skoða samantekt frá þessum tíu árum en hana er hægt að nálgast docxhér..  

 • 10215Á föstudaginn 27. nóvember er sameiginlegur skipulagsdagur með öllum skólunum í hverfinu - þá er leikskólinn lokaður.

  Við minnum á jólaföndur foreldrafélagsins á laugardaginn 28. nóvember  milli 11.00-12.30.

  Síðast en ekki síst þá verður afmælishátíð mánudaginn 30. nóvember því þá er Reynisholt 10 ára.   Hér má sjá dagskrána

 • dagur ísl tunguÍ tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við gesti frá Sæmundarskóla. Þetta voru nemendur úr 7. bekk sem komu og lásu fyrir leikskólabörnin. Sérstaklega gaman var að hitta aftur marga sem höfðu verið í Reynisholti og þótti þeim gaman að koma aftur í gamla leikskólann sinn og að sjá gamlar myndir af sér.

  Börnin sátu hugfangin að hlusta á ýmsar sögur og var dásamlegt að fylgjast með hversu vel nemendurnir vönduðu sig við lesturinn. Við fengum meira að segja þýðingu á pólsku á einni sögunni. Eftir lesturinn var frjáls leikur og sérlega ánægjulegt að sjá ýmsa leiki þróast s.s. dúkkuleik, bílaleik, hver er undir teppinu og í grænni lautu.

  Í lokin sýndum við nemendunum Reynislund og báðum þau að hjálpa okkur að ganga vel um og passa upp á lundinn, sem þau ætla svo sannarlega að gera.

 • amma og afiMiðvikudaginn 11. nóvember kl. 8.15 – 9.00 eru afar og ömmur boðin velkomin hingað í Reynisholt til að eiga svolitla stund með barnabörnum sínum og þiggja morgunmat, ristað brauð og kaffi (svipað og foreldrakaffi)

  Ef amma eða afi komast ekki eða eru ekki til staðar er að sjálfsögðu velkomið að bjóða einhverjum öðrum aðilum úr fjölskyldunni eða vinum.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur