English

 • Sumar1Nú í júní höfum við notið þess að sumarið er loks komið með yndislegu veðri og skemmtilegum uppákomum. Við höfum notið umhverfisins, farið í gönguferðir í nágrenni leikskólans og haldið tvær sumarhátíðir. Leikhópurinn Lotta kom í síðustu viku, allir fóru að sjá brúðubílinn á þriðjudaginn og í dag gengum við í kringum Reynisvatn. Við vorum svo með pylsupartý í garðinum í hádeginu og fengum ís í eftirrétt. Eftir að hafa hvílt okkur aðeins í kyrrðarstund fórum við svo út í góða veðrið þar sem boðið var upp á krítar, sápukúlur, smíðadót og að sjálfsögðu að fara í Reynislund.

 • vinnukvöldÍ gærkveldi var vinnukvöld í Reynislundi og mættu foreldrar, starfsmenn og börn að huga að vorverkum.

  Frábær mæting var og því unnust verkin vel og náðist að klára þau verk sem lágu fyrir og er nú Reynislundur skínandi falleg perla í hverfinu okkar.

 • utskriftarferdÍ gær fór elsti árgangurinn í útskriftarferð og var yndislegt að ganga með þeim á Úlfarsfell.  Það skiptust á skin og skúrir, rok, slydda og smá snjókoma en þessar hetjur létu það ekki á sig fá og sungu um sólina. Þegar komið var niður á áningarstað beið Heiða með heitt kakó, volg skinkuhorn, snúða og ávaxtaspjót sem runnu ljúflega niður svanga muna. Börnin voru svo sannarlega með sól í hjarta og bros á vörum í ferðinni.

 • lundurinnÍ morgun 29. maí fór hópur af börnum af Stjörnulundi með bréf til barnanna í Sæmundarskóla.

  Í bréfinu eru þau beðin að aðstoða okkur við að passa upp á Reynislund sérstaklega þegar þau eru að leika í lundinum eftir að leikskólinn lokar.

  Við fengum frábærar mótttökur frá vinum okkar í Sæmundarskóla og vitum að þau hjálpa okkur að passa upp á Lundinn.

  Hér er hægt að lesa bréfið

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur