English

 • SokkabrúðurÍ dag eru 25 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna leit dagsins ljós og verður umræða um hann í leikskólanum í dag. 

  Börnin á Sunnulundi hafa unnið verkefni tengt Barnasáttmálanum og voru þau m.a. að útbúa sokkabrúður.

 • dagur ísl tÁ mánudaginn síðastliðinn komu nemendur úr 7. bekk í Sæmundarskóla og lásu fyrir börnin okkar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Frábært var að hlusta á nemendurna lesa með innlifun og tilþrifum enda hlustuðu okkar börn virkilega vel.

  Eftir lesturinn léku börnin sér saman t.d. byggðu kastala úr einingakubbum, fóru í leiki í Marteinslundi eða spiluðu. Eftir leikinn buðum við svo nemendunum í Reynislund og báðum þau að hjálpa okkur við að standa vörð um þetta frábæra leiksvæði sem þau að sjálfsögðu tóku vel í.

  Gaman var að í þessum nemenda hópi voru nokkrir af fyrrum nemendum frá Reynisholti og þótti þeim skemmtilegt að sjá gamlar myndir af sér og leikskólann sinn gamla aftur.

 • 14 aroraÁ fimmtudaginn kom hún Áróra okkar með björgunarsveitarútbúnað sinn og sýndi börnunum á Stjörnulundi. Hún útskýrði fyrir börnunum hvað björgunarsveitirnar gera og hvers vegna hún þarf að hafa allan þennan útbúnað. Þar skiptir öryggi mestu máli og fengum við að sjá ísbrodda, ísexi, sigbelti, klifurhjálm, hlífðarfatnað og ýmiskonar kaðla.
  Áróra er í Flugbjörgunarsveitinni og erum við mjög stolt að hafa björgunarsveitarkonu meðal okkar i Reynisholt

   

   

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur