English

 • P1020123Í dag fengum við Grænfánann afhentan í þriðja skiptið og héldum við Grænfánahátíð í tilefni dagsins. Slógum við hring utan um fánastöngina okkar og sungum tvö lög. Boðið var upp á smíðadót, sápukúlur og krítar í útiverunni eftir hádegið og í Reynislundi kveiktum við eld og hituðum kakó. 

  Sigurlaug og Heiða kynntu hana Jani fyrir börnunum í Marteinslundi fyrir hádegið, en hún er stúlka sem við ætlum að styrkja hjá SOS barnaþorpum í gegnum verkefnið Sólblómaleikskólar. Jani er fjögurra ára gömul og býr á Indlandi og þykir skemmtilegast að syngja, dansa og hlusta á fuglasöng.

  Hægt er að sjá myndir frá hátíðinni á myndasíðunni okkar undir sameiginlegt. 

 • Á föstudaginn fáum við Grænfánann afhentan í þriðja skiptið og verðum við með smá uppákomu með börnunum í leikskólanum af því tilefni. Skýrsla um Grænfánaverkefnin frá 2012-2014 er komin á heimasíðuna.

  Leikskólinn ætlar nú í fyrsta skiptið að styrkja barn hjá SOS barnaþorpum og kallast þetta verkefni Sólblómaleikskólar. Hugmyndin er að fá foreldra til liðs við okkur og munum við kynna verkefnið frekar á foreldrafundi þann 2. október. Hér er hlekkur á heimasíðu SOS með upplýsingum um sólblómaleikskóla http://www.sos.is/sos-a-islandi/solblomaleikskolar/um-sos-solblomaleikskola/

  Við munum styrkja stúlku á Indlandi sem heitir Jani og er fjögurra ára. Við höfum fengið mynd af henni og ætlum að kynna hana fyrir börnunum á föstudaginn. Þetta verkefni tengist dygðunum okkar þennan vetur sem eru Samvinna og hjálpsemi.

 • 201408Þessa dagana eru börn og starfsmenn að koma til baka eftir sumarleyfi. Stór hópur af börnum kvöddu okkur fyrir sumarleyfi og eru flest að hefja grunnskólagöngu í lok vikunnar. Því eru mörg börn að hefja aðlögun hjá okkur nú í haust og mun hún standa yfir fram í september. Einkennast því næstu vikur af því að kynnast nýjum börnum, foreldrum og starfsmönnum.

  Við bjóðum alla velkomna í leikskólann.

 • sumar14Leikskólinn lokaði vegna sumarleyfa 9.júlí og opnar aftur 7. ágúst.

  Við óskum öllum foreldrum og börnum góðs sumarleyfis og vonum að allir njóti þess að eiga saman gott frí.

  Þeim börnum sem eru að hefja grunnskólagöngu og koma ekki aftur eftir sumarfrí viljum við þakka ánægjulegar og gefandi stundir í Reynisholti og óskum ykkur börn og foreldrar alls þess besta í framtíðinni.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur