English

 • Kaffi3Í tilefni fjölskylduviku bjóðum við foreldra velkomna að borða morgunmat með börnunum, miðvikudaginn 8. október milli 8:15-9.00.

 • labbað í leikskólannÞessa vikuna hvetjum við börn og foreldra að labba í leikskólann. Gaman væri ef börnin tækju með sér einn stein sem við söfnum saman í box og þá sjáum við hversu oft börnin á deildinni labba í leikskólann og svo getum við unnið einhver verkefni með steinana. 

  Þetta er hluti af markmiðum í Grænfánaverkefninu okkar að efla lýðheilsu. Í október munu margir starfsmanna taka þátt í Meistaramánuðinum, en það felst í því að setja sér markmið í hverju sem er sem bætir líðanina.

  Við hvetjum alla til að taka þátt. Upplýsingar á www.meistaramanudur.is 

   

 • haustÍ kvöld kl 17.00 er foreldrafundur og lýkur honum um kl 18.30

  Dagskrá:

  Leikskólastjóri ræðir hagnýt atriði
  Aðalfundur foreldrafráðs/félags
  Deildarstjórar kynna vetrarstarfið
 • P1020123Í dag fengum við Grænfánann afhentan í þriðja skiptið og héldum við Grænfánahátíð í tilefni dagsins. Slógum við hring utan um fánastöngina okkar og sungum tvö lög. Boðið var upp á smíðadót, sápukúlur og krítar í útiverunni eftir hádegið og í Reynislundi kveiktum við eld og hituðum kakó. 

  Sigurlaug og Heiða kynntu hana Jani fyrir börnunum í Marteinslundi fyrir hádegið, en hún er stúlka sem við ætlum að styrkja hjá SOS barnaþorpum í gegnum verkefnið Sólblómaleikskólar. Jani er fjögurra ára gömul og býr á Indlandi og þykir skemmtilegast að syngja, dansa og hlusta á fuglasöng.

  Hægt er að sjá myndir frá hátíðinni á myndasíðunni okkar undir sameiginlegt. 

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur