Velkomin í Reynisholt

IMG 0424

Nú er vika síðan leikskólinn opnaði eftir sumarleyfi og börn og starfsfólk farin að tínast úr sumarfríi. Aðlögun hófst á mánudaginn og mun hún standa yfir út septembermánuð. Alls koma 35 ný börn til okkar nú í haust.  Við hlökkum til að kynnast nýjum börnum og foreldrum þeirra.

Eftir viku munu svo elstu börnin okkar hefja grunnskólagöngu sína og eru spennandi tímar framundan hjá þeim.

Fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður 21. september en þá munum við skipuleggja vetrarstarfið.  Við hlökkum til að hefja frábæran vetur í Reynisholti.

Lesa >>


Matseðlar

matartiminnNæstu sex vikur munum við fá mat frá Sölufélagi Garðyrkjubænda þar sem matráðurinn er í veikindaleyfi.

Matseðilinn er hægt að sjá hér

Lesa >>


Leirkarlar úr Reynislundi

Leirkarlar SmallÞessir skemmtilegu leirkarlar urðu til í Reynislundi einn dásemdar daginn.

Þeir spruttu upp úr efniviðnum sem við fundum þar og fengu líf með ímyndunarafli barnanna.

leirkarlar2 Small

Lesa >>


Sumarhátíð

fániÁ morgun föstudag er sumarhátíð barnanna 🌷 Við ætlum að fara í skrúðgöngu um hverfið fyrir hádegi og gæða okkur á pylsum í hádeginu. Við skemmtum okkur svo í ýmsum leikjum í garðinum og kl 13.30 fáum við sýninguna Karíus og Baktus í boði foreldrafélagsins 🌼 Hæ hó jibbíjei - Áfram Ísland

Lesa >>


Skemmtilegir tímar framundan

sumarhátíðMaímánuður er annasamur í leikskólastarfinu. Á föstudaginn 11. maí er skipulagsdagur og fara starfsmenn í námsferð á Akranes auk þess sem við vinnum að endurmati á verkefnum vetar.

Elstu börnin okkar útskrifast þann 23. maí en þau fara í útskriftarferð í næstu viku, 15. maí í Gufunesbæ.

Síðast en ekki síst er svo sveitaferðin okkar árlega. Þetta árið förum við á Bjarteyjarsand og hvetjum við foreldra til að koma með og upplifa sveitina með börnum sínum. Skrángarblöð eru í fataherbergjum.

Sumarlokun verður frá og með miðvikudeginum 11. júlí og við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun