Vinnukvöld í Reynislundi

reynislundur6Vinnukvöld í Reynislundi verður miðvikudaginn 1. nóvember milli 16.30-18.30. Hér er hægt að sjá vinnuhópana og hvetjum við foreldra til að skrá sig í hópa á blöð í fataherbergjum.

Foreldrafélagið bíður upp á pizzu að vinnukvöldi loknu.

Lesa >>


Velkomin í foreldrakaffi

coffee2Verið velkomin í morgunkaffi þriðjudaginn 31. október milli 8.15 - 9.15 að þiggja ristað brauð og kaffi eða te.

Lesa >>


Alþjóðlegi bangsadagurinn

bangsiÁ föstudaginn, 27. október, er alþjóðlegi bangsadagurinn. Við látum slíkan viðburð að sjálfsögðu ekki framhjá okkur fara og viljum hvetja krakkana til að koma í náttfötum og/eða með uppáhaldsbangsann sinn í leikskólann. Við munum svo hafa náttfatapartý í salnum og dansa saman.
Við förum einnig út þennan dag svo ekki gleyma að koma með hlý föt til skiptanna.

Engin takmörk eru sett á stærð bangsanna en við skulum kannski skilja Costco bangsann eftir heima

Lesa >>


Bleikur dagur

bleikurÁ föstudaginn höldum við upp á bleikan dag eins og flestir landsmenn.
Við hvetjum börn, foreldra og starfsfólk til að skarta einhverju bleiku þennan dag.

Lesa >>


Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun