English

 • sumardagurÁgætu foreldrar

  Okkar bestu óskir um gleðilegt sumar og vonandi munu margir sólargeislar umvefja okkur á komandi sumri.

  Með sumarkveðju,
  Sigurlaug og Heiða

 • jarðarstundFólk er hvatt til að njóta myrkursins annað kvöld en þá verður Jarðarstundin haldin í yfir 7.000 borgum í 154 löndum, m.a. á Íslandi. Hvatt er til þess að jarðarbúar slökkvi ljósin kl. 20.30 að íslenskum tíma.

  Reykjavíkurborg tekur þátt í Jarðarstund eða Earth hour í þriðja sinn með því að kveikja ekki götuljósin í borginni fyrr en kl. 21:30 laugardaginn 29. mars 2014.

  Lesa meira

 • þýskalandÍ dag komu til okkar gestir. Þetta voru 7 nemar frá Þýskalandi sem skoðuðu tvo leikskóla í Reykjavík. Þeim þótti andrúmsloftið í Reynisholti mjög notalegt og voru mjög hrifin af hugmyndafræði leikskólans. Þau skoðuðu líka Reynislund og þótti mikið til þess koma að foreldrar tækju þátt í svona frábæru verkefni.

 • Irena SmallÍ dag kom hún Irena til okkar. Hún er kennaranemi frá Sloveniu og verður hjá okkur í sex vikur. Hún mun fylgjast með námi barnanna og þá sérstaklega útikennslu og umhverfismennt. 

  Í dag fór hún í gönguferð með hópi barna frá Geislalundi.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur