English

 • sumarVið bjóðum alla velkomna í leikskólann eftir sumarfrí og hlökkum til að kynnast nýjum börnum.

  Aðlögun hófst í gær og henni líkur í byrjun september. Eldri börn eru að færast milli deilda og við að kynnast nýjum börnum, foreldrum og starfsmönnum. Hér á heimasíðunni getið þið séð hvaða starfsmenn verða á hverri deild í vetur og koma myndir af nýjum starfsmönnum á næstu dögum.

  Fyrstu dagarnir í leikskólanum hafa einkennst af leik og útiveru og alltaf gaman að sjá börnin njóta þess að hitta vini sína

 • merki ReynisholtsUmsóknarfrestur fyrir stöðu leikskólastjóra í Reynisholti rann út þann 26. júní sl. og var einn umsækjandi um stöðuna, Aðalheiður Stefánsdóttir.

 • P1090141Sumarið leikur aldeilis við okkur. Í dag 22. júní fóru öll elstu börnin í Nauthólsvík,börnin á Sunnulundi fóru í gönguferð og skemmtu sér á leikvellinum og börnin á Geislalundi heimsóttu Dalskóla og tóku með sér nesti. Börnin á Bjartalundi nutu þess að fá garðinn út af fyrir sig í góða veðrinu.

   

   

   

  IMG 0814Greinilegt var að allir ætluðu að fylgjast með fótboltanum og senda stuðningsstrauma til Frakklands því að börnin fóru að tínast heim rétt fyrir leik. Mikil gleði ríkti meðal barna og starfsmanna og þetta hefur sannarlega haft áhrif því við unnum 2-1 :) ÁFRAM ÍSLAND

 • P1070822 SmallÍ dag 21.júní vorum við með afmælis-vinastund fyrir börn fædd í júní og júlí. Við fengum góða gesti til okkar í vinastundina, Ventus Brass sem er málmblásturskvintett sem starfar á vegum Hins Hússins.

  Þau spiluðu fyrir okkur nokkur lög og sögðu okkur frá hljóðfærunum. Þau voru með túbu, trompet, básúnu og horn.

   

  Við fengum frábæra fræðslu á því hvernig málmblásturshljóðfæri virka og notuðu þau garðslöngu og trekt til að búa til hljóðfæri.

  P1070817Börnin sátu dolfallin að horfa og hlusta á tónlistina og ekki ólíklegt að áhugi á tónlistarnámi hafi kviknað í einhverjum hjörtum.

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun


Foreldravefur