Snerting, jóga og slökun

Jóga í MarteinslundiJóga í MarteinslundiSnerting við aðra manneskju er börnum lífsnauðsynleg. Í Reynisholti er börnunum markvisst kennt hvernig þau geti á jákvæðan hátt fengið útrás fyrir snertiþörf sína, sýnt félögunum hlýju og samkennd en um leið lært að setja öðrum mörk og virða þau mörk sem einstaklingar setja í slíkum samskiptum við aðra. Þetta er bæði gert í sérstökum snertistundum þar sem lögð er áhersla á vináttu, vellíðan og slökun og jafnframt í leikjum sem byggja á snertingu. 
 
Orðið jóga kemur úr sanskrít og þýðir sameining. Jóga er alhliða mannræktarkerfi sem á upptök sín í fornri menningu Indverja. Það er álitið eitt elsta mannræktarkerfi veraldar og miðar að auknum þroska líkama, hugar og sálar. Þetta er aðferð sem felur í sér allar hreyfingar sem nauðsynlegar eru til að efla líkamlegt heilbrigði ásamt öndunar- og íhugunaræfingum sem stuðla að hugarró.

Niðurstöður rannsóknar (Telles o.fl. 1993) benda til þess að kennsla og þjálfun í jógaæfingum og slökun auki sjálfsöryggi barna og einbeitingu í samhæfingu augna og handa. Börn hafa meðfædda jafnvægisskynjun og liðleika og vísbendingar eru um að jógaæfingar sem hafa verið aðlagaðar að börnum og jógaleikir fyrir börn hafi áhrif á einbeitingu þeirra og að skynjun þeirra verði næmari. Í Reynisholti er lögð áhersla á hefðbundið jóga og jógaleiki þar sem áhersla er á hreyfingu, jafnvægi, teygjur og slökun.
(skólanámsskrá Reynisholts, 2010)

Stefna og starfsáætlun