Bílaþvottastöð

Börnin mynda tvær raðir þar sem þau standa andspænis hvert öðru. Þau eru kústarnir í bílaþvottastöðinni. Eitt barn er bíllinn og spyr kennarinn hvernig bíll það sé, hvort þaðvilji mikinn eða lítinn þvott og setur svo þvottastöðina í gang. Barnið gengur eða skríður inn á milli raðanna á meðan kústarnir þvo það hátt og lágt. Síðan skiptast börnin úr burstaröðinni á að breytast í bíla eitt og eitt í senn. Þegar bíllinn er kominn út á enda breytist hann í bursta og fer í burstaraðirnar. Öll börnin í leikun fá þvott og eru líka burstar sem þrífa bílinn.

Stefna og starfsáætlun