Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Þegar barn byrjar í leikskólanum

Áður en aðlögun barns hefst boðar leikskólastjóri foreldra á kynningarfund þar sem leikskólastarfið er kynnt.

Þá gefst þeim tækifæri til að hitta starfsmenn og skoða skólann auk þess sem farið er yfir ýmis gögn er snúa að væntanlegri dvöl barnsins í leikskólanum.

Í upphafi þarf að gefa barninu góðan tíma til að aðlagast leikskólanum. Í aðlögun barnanna er unnið út frá viðmiðunarramma þar sem gert er ráð fyrir að aðlögunin taki u.þ.b. fimm til sex virka daga. Þessi rammi er eingöngu til viðmiðunar og skoðast út frá þörfum hvers barns. Foreldrum er síðan boðið upp á viðtal við deildarstjóra um það bil mánuði eftir að barn byrjar í leikskólanum þar sem farið er yfir líðan barnsins og fleira.

Þá er foreldrum boðið upp á viðtal við deildarstjóra/leikskólakennara að jafnaði tvisvar á ári auk þess sem þeir eru hvattir til að óska eftir viðtali hvenær sem þurfa þykir.

Stefna og starfsáætlun