Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Fatnaður

Í fataherbergjum er þurrkskápur fyrir hverja deild þar sem hægt er að hengja upp til þerris smærri hluti s.s. vettlinga og húfur. Það er góð regla að foreldrar líti alltaf í þurrkskápinn í lok dags og gangi frá því sem tilheyrir þeirra barni, annað hvort í hólf þess eða taki það með heim í þvott eða til að þurrka betur. Af umhverfis- og sparnaðarsjónarmiðum er ekki kveikt á þurrkskápunum . Við biðjum foreldra vinsamlegast um að tæma hólf og snaga barnanna fyrir helgar svo hægt sé að þrífa hólfin.

Við biðjum foreldra að merkja fatnað barnanna. Leikskólinn tekur ekki ábyrgð á fatnaði barnanna.

Stefna og starfsáætlun