Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Afmæli

Haldið er upp á afmæli barnanna í leikskólanum og reynt er að gera daginn eftirminnilegan fyrir barnið. Það er gert með því að flagga við leikskólann og afmælisbarnið býr til kórónu til að skarta á afmælisdeginum, sunginn er afmælissöngur og afmælisbarnið er í forgrunni þennan dag s.s. fær að vera umsjónarmaður og að velja fyrst í valinu.

Einu sinni í mánuði (síðasta mánudag í mánuði) er síðan afmælisveisla fyrir þau börn sem hafa átt afmæli þann mánuðinn. Þann dag eru myndir af afmælisbörnum mánaðarins settar á sérstaka afmælistöflu, sungið er fyrir þau í vinastund í sal og síðan boðið upp á eitthvað sérstakt í síðdegishressingunni.

Það eru vinsamleg tilmæli til foreldra að þeir dreifi ekki boðskortum um afmæli barna í leikskólanum.

Stefna og starfsáætlun