Leikskólastarf

Article Index

Dagleg samskipti

Deildarstjóri er ábyrgur fyrir upplýsingamiðlun og tengslum við foreldra. Í upphafi dvalar barns í leikskóla er lagður grunnur að foreldrasamstarfi. Fyrstu dagarnir í leikskólanum skulu skipulagðir með það í huga og áhersla lögð á gagnkvæma virðingu og traust. Það er mikilvægt að starfsmenn ræði ekki um börnin við foreldra þannig að þau heyri.

Foreldrum eru ekki gefnar upplýsingar um annarra manna börn enda eru starfsmenn  bundnir þagnarheiti um þá vitneskju sem það öðlast um börn, foreldra og samstarfsmenn.

Stefna og starfsáætlun