Leikskólastarf

Article Index

Lífsleikni

Lífsleikninám felur í sér áherslur sem stuðla að því að barnið læri umburðarlyndi í samskiptum sínum og samneyti við aðra. Markmiðið er að starfsmenn séu meðvitaðir um aðferðir sem beita má til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og að stöðugt sé haft að leiðarljósi mikilvægi þess að skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. Leitast er við að efla og styrkja frumkvæði barnanna svo þau verði hæfari seinna meir til að takast á við líf og starf í lýðræðissamfélagi.  Þau verða að eiga þess kost að taka þátt í ákvörðunum er varða líf þeirra og leik eftir því sem aldur þeirra og þroski leyfa.

Þetta er m.a. gert með því að:

  • Hafa markvissar snertistundir þar sem áhersla er á vináttu, vellíðan og slökun.
  • Kenna börnum að tileinka sér dygðir, svo sem virðingu, kærleika og umburðarlyndi. Stefnt er að því að hafa tvær til þrjár þeirra að leiðarljósi á hverjum vetri og leggja áherslu á að starfsmenn hafi í huga að við lærum ekki dygðir heldur tileinkum okkur þær.
  • Hafa markvissa hringstund með elstu börnunum einu sinni í viku eftir áramót þar sem börnin fá tækifæri til að tjá tilfinningar sínar.
  • Hafa jógastundir íhverri viku þar sem áhersla er á hreyfingu, jafnvægi, teygjur og slökun.
  • Leggja áherslu á tjáningu og framsögn barnanna til að stuðla að öryggiskennd þeirra og auka færni til samskipta og rökrænnar tjáningar.
  • Vinna með svokallaða persónubrúður í þeim tilgangi að vinna að samkennd meðal barnanna en gegn fordómum og misrétti.
  • Vinna markvisst með leiki t.d. í snerti- og hreyfistundum og er þá m.a. stuðst við bókina Snerting, jóga og slökun eftir þær Elínu Jónasdóttur og Sigurlaugu Einarsdóttur (2003).

Stefna og starfsáætlun