Vinalagið

 

Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp'inn um hlátrasköll
geta ævintýrin skeð.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
 
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.
Getur glatt og huggað jafnvel þá
sem við þekkjum ekki neitt.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt
 
Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
 

Stefna og starfsáætlun