Aðalheiður Stefánsdóttir, leikskólastjóri

HeiðaAðalheiður eða Heiða, eins og hún er alltaf kölluð, útskrifaðist með B.ed. gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2006. Áður hafði Heiða þriggja ára starfsreynslu í leikskóla.

Heiða er með diplomunám í stjórnun menntastofnanna frá HÍ frá 2014.
 
Heiða hefur starfað í Reynsholti frá því í júní 2006 og tók við aðstoðarleikskólastjórastöðu í maí 2008 og var ráðinn leikskólastjóri haustið 2016.
 
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sólveig Harpa Örnólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Sólveig2Sólveig útskrifaðist með B.ed. gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2006 en hafði áður tveggja ára reynslu af leikskólastarfi.

Sólveig hóf störf í Reynisholti í júní 2006 og var deildarstjóri á yngstu deildinni Bjartalundi fyrstu 10 árin.

Haustið 2016 tók Sólvegi við stöðu aðstoðarleikskólastjóra.

 Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðalheiður Vigfúsdóttir, leikskólakennari

 

Allý2

Aðalheiður eða Allý útskrifaðist sem leikskólakennari úr Fóstruskóla Íslands árið 1997. Hún hefur margra ára reynslu við vinnu í leikskóla en einnig vann hún við Kvennaskólann í Reykjavik í tvö ár.

Allý hóf störf í Reynisholti haustið 2013

Allý tekur alla árganga leikskólans í skapandi starf og er því hluti af öllum deildum leikskólans. 

Netfang:  adalheidur.vigfusdottir(hjá)rvkskolar.is

Helena Rut Sigurðardóttir, sérkennslustjóri

 Helena 13

Helena útskrifaðist sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands vorið 2006. Áður hafði Helena starfað í leikskóla í 5 ár. Hún var deildarstjóri í Reynisholti árin 2006-2010.

Haustið 2016 fór Helena í námsleyfi er hún hóf mastersnám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við Háskóla Íslands og stefnir hún á útskrift vorið 2019.

Helena hóf störf í Reynisholti vorið 2006. Helena leysir nú Guðrúnu af sem nú er í ársleyfi og sér um sérkennslumál og fræðslu fyrir foreldra.

 

netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stefna og starfsáætlun