Námsskrá

Leikskólinn Reynisholt starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011. Á grunni aðalnámskrár ber hverjum leikskóla að útfæra sína eigin skólanámskrá þar sem lögð er áhersla á sérkenni, menningu og starfshætti viðkomandi skóla.

Námskrá Reynisholts er ætlað að auðvelda starfsfólki að ná markmiðum leikskólans og einnig að veita foreldrum og öðrum sem áhuga hafa á uppeldisstarfinu, innsýn í það starf sem unnið er með börnunum í leikskólanum. Námskráin er tæki sem leikskólakennarinn nýtir sér við áætlanagerð og skipulagningu verkefna og í mati á vinnu sinni með börnunum. Skólanámskrá er sífellt í þróun og endurskoðun ekki síst fyrstu þrjú árin meðan starfið er að mótast og festa sig í sessi. Námsskráin var endurskoðuð með tilliti til nýrrar Aðalnámskrár í maí 2015.
 
Skólanámskrá Reynisholts
Skólanámskrá Reynisholts inniheldur þær áherslur sem lagðar eru í starfi með öllum börnum, óháð aldri.

Námskrá elstu barnanna
Hér er að finna námskrá elstu barnanna sem tók gildi haustið 2007. Fyrirhugað er að vinna sambærilegar námskrár fyrir aðra aldurshópa.

Námskrá 4 ára barna
Hér er að finna námskrá 4 ára barna sem tók gildi haustið 2008.

Stefna og starfsáætlun