Könnunarleikurinn

Á Bjartalundi er unnið með svokallaðan könnunarleik en hann er aðferð til kennslu barna þriggja ára og yngri. Markmið hans er að börnin fái að starfa af eigin hvötum og fái útrás fyrir meðfædda forvitni sína. Safnað er saman hversdagslegum og verðlausum hlutum í nokkra poka s.s. ýmis konar dósum, plastflöskum, keðjum, borðum o.fl. Börnin skoða hlutina á opinn hátt, læra að fylla og tæma fötur, finna líka og ólíka hluti, stafla hlutum og láta þá halda jafnvægi. Stundum tekst það og stundum ekki og engin niðurstaða er rétt eða röng. Hlutverk hins fullorðna er að fylgjast með leiknum sem börnin stjórna sjálf. Í rannsóknum sínum þroska börnin athyglisgáfu sína auk þess sem leikurinn felur í sér málörvun þegar barnið lærir að tengja orð við hluti og aðgerðir. Í leiknum gegnir tiltektin mikilvægu hlutverki því börnin taka saman á ákveðinn og skipulagðan hátt.

Stefna og starfsáætlun