Reynislundur

Foreldrar að vinnu í ReynislundiForeldrar að vinnu í ReynislundiReynislundur er hluti af gamalli sumarbústaðarlóð þar sem leikskólinn Reynisholt stendur, hann var afgirtur haustið 2009 en ekki lagfærður neitt frekar. Til að gera Reynislund að öruggu svæði og til að hann geti nýst sem útiaðstaða og leiksvæði þurfti að endurskipuleggja hann.

Foreldraráð Reynisholts sótti um styrk í Forvarnar og framfarasjóð Reykjavíkurborgar og hlaut styrk sem nýttur var til kaupa á efniviði í lundinn. Hér er hægt að sjá afrit af umsókninni

Veturinn 2009 – 2010 var vinna hafin að gerð útiaðstöðu í Reynislundi sem er hluti af lóð leikskólans. Ætlunin var að foreldar barnanna í Reynisholti ynni að endurbótum í samstarfi við starfsfólk leikskólans. Eins var leikskólinn í samvinnu við Sæmundarskóla.

Guðmundur Arngrímsson, landslagsarkitekt og foreldri í leikskólanum skipulagði svæðið og teiknaði upp. Hann var einnig verkstjóri. Foreldraráð og foreldrar í samvinnu við starfsfólk leikskólans vann að umbótum í Reynislundi.

Markmið verkefnisins voru:
Að útbúa útiaðstöðu sem nýtist leikskólanum t.d. við iðkun jóga, í hópastarfi og umhverfismennt.
Að Reynislundur verði öruggt leiksvæði fyrir börn, bæði leikskólabörn sem og önnur börn í hverfinu.
Að börn hverfisins fái náttúrulegt leiksvæði sem staðsett er í miðju hverfi.
Að efla stamstöðu og samstarf foreldra og kennara leikskólans við vinnu í Reynislundi, sem og að auka samstarf við Sæmundarskóla
Að skapa fagurt og öruggt umhverfi sem börn leikskólans sem og aðrir íbúar hverfisins geta notið.

Formleg opnun Reynislundar júní 2010Formleg opnun Reynislundar júní 2010Haustið 2009 komu nemar frá Noregi, í samstarfi við Sæmundarskóla, og unnu að gerð skýlis í reynislundi. Vorið 2010 hófst samstarf foreldra og starfsmanna og unnu þeir í lundinum á ákveðnum vinnudögum/helgum. Haustið 2010 fékkst framhaldsstyrkur úr Forvarnar og framfarasjóði Reykjavíkurborgar og er hægt að sjá þá umsókn hér.

Þetta samstarf gekk virkilega vel og er Reynislundur mikið nýttur í leikskólastarfinu og af foreldrum og börnum hverfisins.
  

Stefna og starfsáætlun