Umhverfismennt

altGrænfáninn er alþjóðlegt umhverfisverkefni á vegum FFE (Foundation of Environmental Education) og annarra frjálsra félagasamtaka. Landvernd og umhverfisráðuneytið hafa umsjón með Grænfánaverkefninu á Íslandi.

Gerðar eru þær kröfur til þeirra skóla sem sækja um Grænfánann að þeir setji sér skýra og samþykkta umhverfisstefnu með áherslu á umhverfismennt. Þau verkefni sem grænskólarnir miða að er að auka vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál og sjálfbæra þróun.

Skólar sem flagga Grænfánanum þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, m.a. að stofna umhverfisráð innan skólans, taka út stöðu umhverfismála í skólanum og gera áætlanir um úrbætur. Sækja þarf um Grænfánann á tveggja ára fresti og þarf þróun í umhverfismálum að eiga sér stað til þess að fá hann endurnýjaðan.

Reynisholt tók við grænfánanum á 5 ára afmæli leikskólans þann 30.nóvember 2010, aftur í september 2012 og október 2014.

pdfHér má sjá umsókn um Grænfánann fyrir árið 2010-2012

pdfHér má sjá umsókn um Grænfánann fyrir árin 2012-2014

pdfHér má sjá umsókn um Grænfánann fyrir árin 2014-2016

pdfHér má sjá umsókn um Grænfánann fyrir árin 2016-2018

Umhverfissáttmáli

Í Reynisholti er lögð áhersla á að allir læri að njóta umhverfisins og að bera virðingu fyrir því. Allir verða að skilja að við erum mikilvægur þáttur í náttúruvernd, við búum í sambýli við náttúruna og erum hluti af henni. Því verðum við  að hugsa vel um hana og ekki taka hlutunum sem sjálfgefnum. Við endurvinnum lífrænan úrgang, flokkum og búum til pappír, við höldum vatns- og orkunotkun í lágmarki og hugum að nánasta umhverfi leikskólans. Kappkostað er að því að versla inn lífrænt ræktað mjöl og lögð er áhersla á hollar neysluvenjur og fjölbreyttar máltíðir.

Í umhverfisráði barna eru elstu börnin í Reynisholti. 

Umhverfisráð fullorðinna hittist einu sinni í mánuði og þar sitja:
Heiða, formaður
Freyja fyrir Sunnulund
Rakel fyrir Geislalund
Ágústa fyrir Bjartalund
Gísli fyrir Stjörnulund

Magnea fyrir eldhús

Stefna og starfsáætlun