Leðurblaka og fiðrildi

a. Hlustun – einbeitning
b. Rjóður / leikskólagarðurinn
c. 5 - 10 pr. fullorðinn
d. 4 ára og eldri
e. Trefill til að binda fyrir augu fyrir einn

Börnin mynda hring, þurfa ekki að leiðast. Eitt barn er leðurblaka og er með bundið fyrir augun. Annað barn er fiðrildið sem leðurblakan á að ná. Leðurblakan kallar Leður- og fiðrildið svarar til baka –blaka. Þegar leðurblökur eru að veiða fiðrildi á nótunni senda þær frá sér merki (sónar) til að finna fiðrildin í myrkrinu. Nú ert þú leðurblaka að veiða fiðrildið og þú þarft að senda frá þér merki til að finna það leður-. Þegar merkið lendir á fiðrildinu endurkastast það til baka til leðurblökunnar og þannig finnur hún fiðrildið. Þess vegna þarf fiðrildið að svara –blaka. Fiðrildið má ekki fara út úr hringnum og þegar leðurblakan nær því þá er fiðrildið orðið að leðurblöku og annað fiðrildi flýgur inn í hringinn.
 

Stefna og starfsáætlun