Lirfan langa

a. Hlustun – einbeitning – sjónskynjun – snertiskyn - tillitsemi
b. Skógargólf / leikskólagarðurinn / óþekkt svæði
c. 3 – 5 pr. fullorðinn
d. 4 ára og eldri
e. Treflar til að binda fyrir augu

Bundið er fyrir augun og börnin fara í röð, halda í axlir hvert á öðru. Börnin eru búkurinn á lirfunni og kennarinn er höfuðið. Svo fer lirfan af stað. Mikilvægt er að fara mjög hægt í byrjun og sérstaklega fyrir yngri börnin. Segið börnunum að hlusta vel á hvað þau heyra þegar lirfan fer áfram, hvaða lykt finna þau og hvað finna þau, koma þau við eitthvað, stíga þau á eitthvað o.sv.frv.
Í upphafi er farin stutt leið en eftir því sem þau æfast og þroskast er hægt að fara erfiðari og lengri leiðir. Best er ef leiðin er fjölbreytt, jafnvel að það þurfi að fara yfir eða undir eitthvað, stoppa og koma við stein, tré eða finna lykt af blómum.
Þegar komið er á leiðarenda (áður en börnin missa takið hvert á öðru) er stoppað og trefillinn tekinn niður. Nú þarf að fara sömu leið til baka og nefna þá hluti sem við snertum, fundum lykt af, gengum yfir/undir. Með eldri börnum er hægt að láta þau teikna þá leið sem þau halda að farin var og teikna inn á myndina það sem gengið var framhjá.
Þegar leikurinn er kynntur fyrir börnunum eða þegar yngri börn eru væri hægt að sleppa því að binda fyrir augu til að þjálfa þau í að ganga í halarófu á erfiðu undirlagi.

 

Stefna og starfsáætlun