Ísdrottningin

a. Hlustun – einbeitning – sjónskynjun – snertiskyn
b. Skógargólf / leikskólagarðurinn
c. 1 – 5 pr. fullorðinn
d. 4 og eldri
e. Hlutir úr náttúrunni sem finnast á staðnum

Gangið um skóginn og skoðið hvað er á jörðinni, laufblöð, greinar, mold og steinar. Skoðið einnig þau skordýr sem þið sjáið og hjálpið börnunum að handfjatla þau s.s. járnsmiði, köngulær og margfætlur. Segið börnunum að þú sért ísdrottning sem getur fryst þau. Þú frystir börnin eitt og eitt og allir hjálpa til við að hlýja þeim með því að breiða yfir hann greinar og laufblöð. Gætið þess með yngri börn að setja ekki mikið yfir þau og ekki nálægt andlitinu, en þó svo mikið að þau fái tilfinninguna að breytt sé ofan á þau. Gerið þetta við öll börnin. Segið þeim svo að liggja alveg afslöppuð og fylgjast vel með hvað þau sjá, himininn, laufblöðin á trjánum, greinar fyrir ofan þau, skordýr ofl og hvað þau heyra, fuglar, bílar, vindur ofl. svo þau geti sagt öllum frá þegar leikurinn er búinn. Látið börnin vita að þú munt gefa þeim merki hvenær þau séu þiðin og þá megi þau standa upp og koma og setjast í hring hjá þér. Tíminn fer eftir aldri og einbeitningu barnanna allt frá 5 mín upp í 15 mín. Ef þið sjáið að börnin eru orðin óróleg þá skal gefa merkið. Eftir leikinn er rætt saman um hvað börnin sáu og hvað þau upplifðu, hvaða hljóð heyrðust og sáust einhver skordýr.
 

Útfærsla
Leikskólalóðin – finnið stað þar sem börnin geta legið í friði í garðinum t.d. upp á hól, undir trjám, upp við húsvegg eða uppvið grindverkið. Hvetjið þau til að hlusta vel og horfa upp og í kringum sig. Þau sjá heiminn frá öðru sjónarhorni. Hægt er að vinna úr þessu t.d. með að teikna myndir af því sem þau sáu eða skrifa niður þau hljóð sem þau heyrðu.
 

Stefna og starfsáætlun