Hvað á heima í náttúrunni

a. Eftirtekt – sjónskyn - talning
b. Skógarþykkni eða runni.
c. 1 eða fleiri
d. 4 -13 ára
e. Alls kyns dót sem ekki er náttúrulegt

Kennarinn er búin að koma fyrir nokkrum hlutum sem ekki eiga heima í náttúrunni og býr til slóð með kaðli sem börnin fylgja. Þau eiga svo að ganga eftir þessari slóð með nokkru milli bili og eiga að reyna að finna þessa hluti án þess þó að nefna þá eða taka þá upp. Þegar þau koma á endann á slóðinni hvísla þau fjölda þeirra hluta sem þau sáu að kennaranum. Kennarinn hvíslar þá heildarfjölda þeirra hluta sem barnið á að hafa séð. Barnið fer aftur af stað og reynir að finna fleiri hluti.
 

Útfærsla:
Fyrir yngri börn - Felið hluti úr náttúrunni í einu herbergi og biðjið börnin að finna þá og telja. Þau fara svo úr herberginu og hvísla hversu marga hluti þau fundu. Kennarinn hvíslar til baka hversu margir hlutir séu þar og barnið fær að leita aftur.
 

Stefna og starfsáætlun