Umhverfissáttmáli Reynisholts

Í Reynisholti er lögð áhersla á að allir læri að njóta umhverfisins og að bera virðingu fyrir því. Allir verða að skilja að við erum mikilvægur þáttur í náttúruvernd, við búum í sambýli við náttúruna og erum hluti af henni. Því verðum við  að hugsa vel um hana og ekki taka hlutunum sem sjálfgefnum. Við endurvinnum lífrænan úrgang, flokkum og búum til pappír, við höldum vatns- og orkunotkun í lágmarki og hugum að nánasta umhverfi leikskólans. Kappkostað er að því að versla inn lífrænt ræktað mjöl og lögð er áhersla á hollar neysluvenjur og fjölbreyttar máltíðir.

Stefna og starfsáætlun