Í gær fór starfsmannahópurinn í Hvalfjarðarsveitina á sameiginlegan starfsmannafund Birtu leikskólanna. Það eru Akrasel á Akranesi, Rauðaborg í Reykjavík og Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit en þessir leikskólar eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á útikennslu og jóga með börnum. Þetta var í alla staði einstaklega góð samvera þar sem áherslan í gær var á útileiki, útiveru og útijóga.
![]() |
Á morgun 1. júní er stóri leikskóladagurinn. Hann verður haldinn í húsi Menntavísindasviðs (gamla Kennó) og verðum við í Reynisholti með kynningarbás þar ásamt Birtuleikskólunum.
Við hvetjum foreldra til að koma og kynna sér fjölbreytt starf leikskóla í Reykjavík. Hér eru frekari upplýsingar varðandi Stóra leikskóladaginn
![]() |
Sameiginlegt merki Birtu |
Í dag 1. mars kemur út bæklingur um Birtu - samstarf leikskóla sem vinna með jóga í lífsleikninámi barna. Hann er hægt að nálgast hér.
Árið 2009 var stofnaður samstarfshópur fjögurra leikskóla undir heitinu Birta.
Leikskólarnir eru Akrasel á Akranesi, Rauðaborg og Reynisholt í Reykjavík og Sunnuhvoll í Garðabæ.
Markmið Birtu er að vinna að lífsleikni barna í gegnum jóga. Að auki er umhverfismennt, heilbrigði, hreyfing og hollt fæði áberandi í starfi leikskólanna.
Gott að gefa og þiggja |
Síðast liðna viku var snertivika hjá okkur. Þá vorum við sérstaklega dugleg við að gefa hvert öðru sól á bakið og tásunudd. Við fórum líka í leiki eins og piparkökukrakkar og bílaþvottastöðina.
Okkur líður vel þegar við þiggjum vinsamlega snertingu frá vinum okkar og líka þegar við látum öðrum líða vel.
![]() |
Hvað leynist inni í fjallinu? |
Tíu starfsmenn frá Reynisholti tóku þátt í sameginlegum fræðsludegi sem haldin var á Akranesi á laugardaginn. Starfsmenn Birtuleikskólanna fjögurra, Reynisholt, Akrasel, Rauðaborg og Sunnuhvoll, hittust í fyrsta skipti á sameginlegum námskeiðsdegi.
Á fræðsludeginum fengu starfsmenn kynningar á áherslum leikskólanna. Eftir frábæran hádegisverð var gengið yfir í Grundaskóla þar sem Ásta Arnardóttir frá Lotusjógasetrinu ræddi um jóga og skapandi starf. Starfsmenn fengu fyrirlestur um uppruna jóga, tóku þátt í jóga og skipulögðu stutta jógastund sem allir tóku þátt í.
Í lok dagsins voru ræddar væntingar fólks til samstarfsins og gildi jóga í leikskólastarfi. Allir voru sammála um að dagurinn hefði heppnast vel og hlakka til frekari samvinnu.