Í Reynisholti fá börnin þrjár máltíðir: morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu auk þess sem þau fá ávaxta- eða grænmetisbita á miðjum morgni. Sjá nánar á matseðli hér á síðunni.
Við leggjum áherslu á hollar neysluvenjur með því m.a. að halda sykurneyslu í lágmarki, baka úr spelti og nota lífrænt ræktað mjöl og hýðishrísgrjón.
Starfsfólk
-
Starfsfólk eldhússins
Emila, matartíminn
Emila er í eldhúsinu hjá okkur og starfar hjá Matartímanum
-
Uppskriftir
Skyrterta
Þótt að við leggjum mikla áherslu á að halda sykurneyslu í lágmarki þykir okkur gott að gera okkur einstaka sinnum dagamun. Þá er t.d. skyrtertan hennar Magneu í miklu uppáhaldi.
Bollur og brauð
Bollur Í Reynisholti eru oft bakaðar bollur eða brauð og hér má finna uppskriftina hennar Magneu sem er í miklu uppáhaldi hjá bæði börnum og fullorðnum.