Bollur |
Í Reynisholti eru oft bakaðar bollur eða brauð og hér má finna uppskriftina hennar Magneu sem er í miklu uppáhaldi hjá bæði börnum og fullorðnum.
Bollurnar hennar Magneu
9 dl spelt
6 dl hveiti
1 matsk. sykur
1 tesk salt
2 matsk þurrger
5 dl vatn
2 matsk. matarolía
Gott er að blanda fyrst saman þurrefnunum og bæta síðan vökvanum saman við.
Deigið er hnoðað og síðan látið hefast í u.þ.b. 40 mínútur.
Því næst eru mótaðar bollur eða brauð og aftur látið hefast í 10 mínútur.
Að lokum bakað í u.þ.b. 30 mínútur við 170° C.
Ýmsum tilbrigðum má beita á þetta deig s.s. að skipta út einum dl af mjöli fyrir haframjöl eða setja í það blöndu af múslíi. Einnig er gott að setja í það einhverskonar fræ t.d. sólkjarna- eða hörfræ eða fimm korna blöndu.
Galdurinn við gott brauð, segir Magnea, er að láta deigið hefast vel.
Að lokum má láta það fylgja með að þetta deig má einnig nota í Pizzabotn.