Þetta góða grænmetisbuff er ættað úr leikskólanum Nóaborg
Grænmetisbuff
Kjúklingabaunir 1 poki
Gulrætur 2 pokar
Sveppir 300 gr
Rauðar paprikur 2
Soðnar kartöflur 500 gr
Laukar 4
Egg 3 - 4
Hvítlauksrif 5
Kartöflumjöl
Salt, pipar, krydd
- Leggið baunirnar í bleyti í sólarhring og sjóðið svo í klukkutíma.
- Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt grænmetinu.
- Kryddið vel með salti, pipar og kryddi eftir smekk.
- Setjið kartöflumjöl út í til að þykkja deigið. Deigið á að vera frekar blautt.
- Mótið buff og steikið á pönnu í 3 - 4 mínútur á hvorri hlið.
Meðlæti: Hrísgrjón og sveppasósa