Í Reynisholti birtan býr
sem börnum tekur mót
hún gefur yl og alúð
er allra meina bót.
Viðlag:
Björt og blíð er mín lund
Kát og hýr í vinastund
Með vinum kærum mér líkar að leika sérhvern dag
og að syngja með þeim þennan brag.
Í jógastund ég stilli mig,
stend grafkyrr eins og tré
svo breytist ég í slöngu
sem fettir sig frá hné
Viðlag:
Nú stóra sól ég ætla að gefa
þér á bakið þitt
og vona að þú viljir þiggja
vinarþelið mitt.