Hér eru bangsarnir frá Íslandi |
Á morgun koma til okkar gestir frá þátttökulöndum Comeniusarverkefnisins. Þetta eru fjórir kennarar frá Wales, fjórir frá Frakklandi, tveir frá Ítalíu og tveir frá Grikklandi.
Þau verkefni sem við höfum unnið varðandi Comeniusarverkefnið eru að svara spurningarlista varðandi flokkur á sorpi, bæði heima og í leikskólanum, við höfum rætt við börnin hvaðan gestirnir koma, skoðaða löndin á korti og unnið verkefni varðandi fána landanna. Einnig munum við skiptast á gjöfum við gestina. Börnin á Stjörnulundi hönnuðu mynd á púsluspil sem hvert þátttökuland fær og foreldrar og starfsfólk hefur prjónað peysur, kjóla og vesti á gamla bangsa.
Á morgun verða gestirnir í Reynisholti að vinna að verkefninu. Þeir fara einnig í heimsókn í Sæmundarskóla og á laugardaginn förum við í skoðunarferð um Reykjanesið.