Allir fá sól á bakið í kyrrðarstundFrá upphafi starfs í Reynisholti var ljóst hvaða áherslur yrðu lagðar til grundvallar starfinu þ.e. að lögð yrði áhersla á lífsleikninám barna og aðferðir sem ynnu gegn streitu og hraða í umhverfinu. Allir sem réðu sig til starfa við skólann gengust inn á þessar áherslur og lýstu yfir áhuga sínum á að vinna að þeim. Þess vegna var ákveðið að gera strax úr þessu markvisst verkefni og sækja um styrk í þróunarsjóð leikskóla. Verkefnið hlaut nafnið Líf og leikni og var sótt um styrk til Menntasviðs Reykjavíkurborgar í janúar 2006 og til Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands í febrúar 2006. Verkefnið hlaut styrki frá báðum aðilum. Verkefnastjóri var Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, þáverandi aðstoðarleikskólastjóri.
Áfangaskýrslu um verkefnið var skilað í desember 2006 bæði til Leikskólasviðs og Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og aftur í nóvember 2007 til Leikskólasviðs.
Viðhorfskönnun var lögð fyrir foreldra í júnímánuði 2007 og nýttist vel til að skerpa sýnina á vinnu vetarins.
Jógastund í MarteinslundiFramkvæmdaráætlun verkefnisins gerði ráð fyrir að undirbúningur þess stæði yfir frá mars til september 2006 og var það meðal annars gert með jógatímum, fræðslu og skipulagsvinnu. Veturinn 2006-2007 einkenndist síðan af því að prófa og þróa hinar ýmsu aðferðir sem varða þróunarverkefnið ásamt því að sækja ýmiskonar fræðslu
Í upphaflegri framkvæmdaáætlun var gert ráð fyrir að verkefninu lyki í janúar 2008 en haldið var áfram allt skólaárið 2007- 2008 með verkefnið af fullum krafti eftir þeim aðferðum og áherslum sem undirbúnar hafa verið undanfarin ár.