Hvað ætli leynist í moltunni? |
Í dag tæmdu börnin í umhverfisráði moltutunnu nr 3. Hún fylltist í desember og hefur verið í biðstöðu síðan. Allur matarafgangurinn í henni var orðin að moltu og skoðuðu börnin moltuna vel og vandlega. Þau fundu fullt af ormum í henni sem er góðs viti því þeir hjálpa til við niðurbrotið.
Nú eru moltutunnur nr 1, 2 og 4 í biðstöðu og getum við eflaust tæmt tunnu nr 2 seinna í sumar.
Á þriðjudaginn verður vinnukvöld í Reynislundi og þá ætlum við að nota moltuna til að bæta blómabeðin.